Bernhöftsbakarí er handverksbakarí og Konditori og þar starfa eingöngu fagmenn við baksturinn sem tryggir að öllum ítrustu hreinlætis- og gæðastöðlum er framfylgt til fullnustu.
Öll brauð eru eggja-, mjólkur og sykurlaus. Einnig notum við eins lítið ger og salt eins og mögulegt er því öll okkar brauð eru “langhefuð” upp á gamla mátann.
Við notum fordeig og súrdeig í okkar brauð sem tryggir meira bragð og betri skorpu.
Eina E-efnið í brauðunum okkar er C-vítamín, en þar er notað sem kekkjavarnarefni í hveiti.
Eingöngu ekta Valrhona súkkulaði er notað í alla þá vöru, sem hægt er.
Við notum eingöngu 100% íslenskan ost í okkar vöru sem og íslenskt smjör þar því verður viðkomið. Öll olía og smjörlíki er transfitufrítt.
Við notum millisterkt hveiti, sem tryggir viðskipavinum okkar safaríkt og ferskt brauð, sem endist vel og lengi, en þornar ekki upp eftir daginn. Við notum eingöngu 100% spelt í speltbrauðin okkar.
Við notum sér innflutt þýskt Lübecamarzipan úr 100% möndlum í vöruna okkar.
Þegar kemur að gæðum, duga engar málamiðlanir. Aðeins besta hráefnið er nógu gott sem sannar slagorð bakaríssins til 50 ára: Góð brauð – Góð heilsa