Við bjóðum upp á skemmtilegar kökur þegar kemur að barnaafmælum. Súkkulaðitertur með nammi og fígúrumyndum.  Hægt er að velja þá fígúru sem barnið vill, t.d. uppáhalds ofurhetjuna, merki íþróttafélags eða einfaldlega mynd af barninu sjálfu.  Skúffuflekar með nammi eru einnig mjög vinsælir.