BarnaafmæliBarnaafmæli:

Við bjóðum upp á skemmtilegar kökur þegar kemur að barnaafmælum. Súkkulaðitertur með nammi og fígúrumyndum.  Hægt er að velja þá fígúru sem barnið vill, t.d. uppáhalds ofurhetjuna, merki íþróttafélags eða einfaldlega mynd af barninu sjálfu.  Skúffuflekar með nammi eru einnig mjög vinsælir.

» Skoða nánar


BrauðveislurBrauðveislur:

Brauðveislurnar hjá okkur hafa notið mikilla vinsælda um árabil.  Hornsteinn brauðveislunnar er brauðbotn sem á fara 3 tegundir ef pesto, grillaður laukur, grænar og svartar ólífur, hvítlauksrif, ítalskt grænmeti, kjötálegg, sólþurrkaðir tómatar og þistilhjörtu. Auk brauðbotnsins fylgja 3 til 4 tegundir af ítölskum brauðum með veislunni.  Hægt er að sleppa kjötálegginu fyrir þá sem það vilja.  Lágmarks pöntun er fyrir 10 manns.

» Skoða nánar


BrúðkaupBrúðkaup:

Þegar kemur að stærstu stund í lífi flestra er mjög áríðandi að vel sé til vandað svo ekki beri skugga á þennan merkilega dag.  Við bjóðum upp á margar útfærslur af brúðartertum en best er að panta tíma og fá að hitta bakarameistarann, smakka og fá upplýsingar um útfærslur.  Vinsælustu fyllingarnar eru vanillumús með ferskum jarðarberjum og karamellumús með hnetukrókanti og skógarberjablöndu.  Einnig er Englatertan vinsæl en það er eðal súkkulaðiterta.  Á síðustu árum hefur verið mjög vinsælt að skreyta terturnar með lifandi rósum sem eru eins og skreytingin í veislunni.  Við komum tertunni að sjálfsögðu á staðinn og stillum henni upp áður veislan hefst.

» Skoða nánar


MokkatertaErfidrykkjur:

Þegar kemur að erfidrykkjum eru kökurnar skreytar á sem allra látlausastan hátt.

Um útfærslur á fyllingum má lesa undir Marsipan- og rjómatertur.

» Skoða nánar


FermingFermingar:

Við hjá Bernhöftsbakarí búum yfir gríðarlegri reynslu þegar kemur að undirbúningi á fermingarveislum.  Það vinsælasta í gegnum tíðina eru kransakökur og marsipanbækur og eru þær boðnar frá 30 og upp í 70 manna.  Við gerum þér hagstætt tilboð ef þú vilt taka bæði kransaköku og marsipanbók saman.

» Skoða nánar


Kransakökur - MandelbergKransakökur:

Kransakökurnar eru bakaðar fyrir 20 til 80 manns. Hinn sígildi turn er alltaf vinsælastur en kransakörfur og horn eru að sjálfsögðu líka í boði. Þegar kemur að kransakökum er ferskleikinn mjög mikilvægur og því eru kökurnar okkar bakaðar samdægurs og skreytar með ferskum sérvöldum ávöxtum og súkkulaðiskrauti.  Einnig fylgir tertunum fullur bakki af kransakonfekti.  Nýbakað kransakonfekt nýtur gríðarlegra vinsælda í hverskyns móttökum og veislum enda fátt betra með kampavíni. Við keyrum síðan kökurnar heim til þín svo þær komist heilar og óskaddaðar á veisluborðið.

» Skoða nánar


MarsipantertaMarsipan- og rjómatertur:

Marsipan- og rjómaterturnar hjá okkur eru frá 8 og upp í 70 manna. 8-25 manna eru kringlóttar en 30 manna og uppúr eru ferkantaðar. Marsipan- og rjómatertur eru eins að innri byggingu en marsipanterturnar eru hjúpaðar með marsipani. Þær eru síðan skreyttar eftir óskum viðskiptavinarins.  Úr fjölmörgum bragðtegundum er hægt að velja t.d.:

» Skoða nánar


SkínartertaSkírnartertur:

Við bjóðum uppá fallegar skírnartertur og hægt er að velja á milli fjölmargra tegunda.  Vinsælastar eru hvítar tertur með bleikum, bláum eða hvítum rósum, litlum skóm og/eða marsipansnuði, skírnarstyttu eða jafnvel með mynd af skírnarbarninu sjálfu.  Einnig er vinsælt  að taka venjulegar marsipantertur og láta áletra á þær skírnardaginn og nafnið á barninu. Flestir velja að láta skrifa á kökuna, óháð skreytingunni, enda gerir það kökuna skemmtilega á borðinu og gefur henni gildi þegar flett er í gegnum myndaalbúmið síðar meir.

» Skoða nánar


TerturTækifæristertur:

Hægt er að setja saman girnilegt veisluborð með allskyns tertum en við bjóðum upp á margrómaðar marengetertur, marsipantertur, rjómatertur og kransakökur. Við tökum að okkur veislur og afmæli hjá einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum, engin veisla er of stór né smá fyrir okkur.

» Skoða nánar


Sérbakstur og bökunarvörur:

Auk okkar breiða úrvals af tertum og kökum bjóðum við einnig upp á ósamansettar og óskreyttar kransakökur. Kransakökumassa sem og tilbúið kransakökudeig. Útflatt smjördeig og allskyns smjördeigsvara er líka bökuð eftir pöntunum.

Ekki hika við að hafa samband ef um einhverjar séróskir er að ræða.  Þessar vörur verður að panta með lágmarks eins dags fyrirvara.