Kransakökur - MandelbergKransakökurnar eru bakaðar fyrir 20 til 80 manns. Hinn sígildi turn er alltaf vinsælastur en kransakörfur og horn eru að sjálfsögðu líka í boði.  Þegar kemur að kransakökum er ferskleikinn mjög mikilvægur og því eru kökurnar okkar bakaðar samdægurs og skreytar með ferskum sérvöldum ávöxtum og súkkulaðiskrauti.

Einnig fylgir tertunum fullur bakki af kransakonfekti.  Nýbakað kransakonfekt nýtur gríðarlegra vinsælda í hverskyns móttökum og veislum enda fátt betra með kampavíni.

Við keyrum síðan kökurnar heim til þín svo þær komist heilar og óskaddaðar á veisluborðið.