Við bjóðum uppá fallegar skírnartertur og hægt er að velja á milli fjölmargra tegunda. Vinsælastar eru hvítar tertur með bleikum, bláum eða hvítum rósum, litlum skóm og/eða marsipansnuði, skírnarstyttu eða jafnvel með mynd af skírnarbarninu sjálfu.
Einnig er vinsælt að taka venjulegar marsipantertur og láta áletra á þær skírnardaginn og nafnið á barninu.
Flestir velja að láta skrifa á kökuna, óháð skreytingunni, enda gerir það kökuna skemmtilega á borðinu og gefur henni gildi þegar flett er í gegnum myndaalbúmið síðar meir.