TerturHægt er að setja saman girnilegt veisluborð með allskyns tertum en við bjóðum upp á margrómaðar marengetertur, marsipantertur, rjómatertur og kransakökur. Við tökum að okkur veislur og afmæli hjá einstaklingum jafnt sem fyrirtækjum, engin veisla er of stór né smá fyrir okkur.

Vinsælustu terturnar eru kringlóttar 16 manna veislutertur, mjög bragðgóðar og fallega skreyttar. Í þeim flokki eru, epla- og ostakökur, Daim-, gulrótar-, jarðarberja-, karamellumarengetertur, bounty-, peru- og súkkulaðitertur.