Brúðkaup - Rote RosenÞegar kemur að stærstu stund í lífi flestra er mjög áríðandi að vel sé til vandað svo ekki beri skugga á þennan merkilega dag.  Við bjóðum upp á margar útfærslur af brúðartertum en best er að panta tíma og fá að hitta bakarameistarann, smakka og fá upplýsingar um útfærslur.

Vinsælustu fyllingarnar eru vanillumús með ferskum jarðarberjum og karamellumús með hnetukrókanti og skógarberjablöndu.  Einnig er Englatertan vinsæl en það er eðal súkkulaðiterta.  Á síðustu árum hefur verið mjög vinsælt að skreyta terturnar með lifandi rósum sem eru eins og skreytingin í veislunni.

Við komum tertunni að sjálfsögðu á staðinn og stillum henni upp áður veislan hefst.