Sigurður Már GuðjónssonFæddur í Reykjavík 14. janúar 1976. Eftir hefðbundna skólagöngu hóf Sigurður bakaranám hjá Bernhöftsbakarí haustið 1992 .  Lauk hann námi frá Iðnskólanum í Reykjavík vorið 1994 og tók sveinspróf 1996.  Haustið 1997 og þar til í desember 1998 stundaði hann nám til meistararéttinda við Hótel og matvælaskólann í Kópavogi og lauk því í desember 1998 í fyrsta útskriftar árgangi skólans. Í framhaldi af því fékk Sigurður meistarabréf í desember 1998. Sigurður lauk námi sem konditor í Chemnitz í þýskalandi með hæstu einkunn”SEHR GUT”. Meistari Sigurðar var Ulrich Kleeberg konditormeistari, var Sigurður fyrsti of jafnframt eini nemi hans.

Sigurður tók við rekstri Bernhöftsbakarís 1. janúar 2004. Sigurður hefur lokið fjölda námskeiða á Íslandi sem og erlendis í brauða og kökugerð. Sigurður hefur unnið til fjölda verlauna hérlendis sem erlendis. Sigurður er bæði bakameistari og konditormeistari. Sigurður er formaður Konditorsambands Íslands.

Sigurður Már er barnabarn Sigurðar Bergssonar bakarameistara.